Forsíða

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Dixie Chicks in Austin, Texas.jpg

The Chicks, áður kallaðar Dixie Chicks, eru bandarísk kántrí-sveit sem samanstendur af Martie Maguire, Emily Robison og aðalsöngkonunni Natalie Maines. Sveitin hefur selt 30,5 milljónir breiðskífa í Bandaríkjunum fram að ágúst 2009 sem gerir hana að mest seldu kvennasveit í landinu.

Hljómsveitin var stofnuð í Dallas árið 1989 og samanstóð upphaflega af fjórum konum sem spiluðu bluegrass og kántrítónlist og unnu fyrir sér með því að spila á götum úti. Fyrstu 6 árin ferðuðust þær stöllur um og spiluðu á sveitasönghátíðum og á litlum tónlistarstöðum án þess að ná athygli stóru útgáfufyrirtækjanna. Eftir meðlimaskipti og örlitla breytingu á efnisskránni hlaut hljómsveitin athygli bæði á kántrí- og popptónlistarsviðinu með lögum á borð við „Wide Open Spaces“, „Cowboy Take Me Away“ og „Long Time Gone“. Konurnar urðu þekktar fyrir sjálfstæðan anda og umdeild ummæli um stjórnmál og stríðsrekstur.

Á tónleikum í London 10 dögum fyrir innrásina í Írak árið 2003 lét aðalsöngkonan Maines þau orð falla að þær „vildu ekkert með þetta stríð hafa, þetta ofbeldi, og við skömmumst okkar fyrir að forseti Bandaríkjanna sé frá Texas“ (sem er heimafylki Dixie Chicks). Ummælin þóttu dónaleg og óþjóðrækin. Almenningur var það óánægður að hljómsveitinn missti helming af tónleikagestum í Bandaríkjunum, fengu send hótunarbréf og breiðskífur þeirra voru eyðilagðar í mótmælaskyni.-

Dixie Chicks hafa unnið 13 Grammy-verðlaun, þar af 5 árið 2007 - meðal annars breiðskífa ársins fyrir Taking The Long Way.

Í fréttum

Jacinda Ardern

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Kórónaveirufaraldur 2019-2020  • Mótmælin í Bandaríkjunum  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: James Randi (20. október)  • Ruth Bader Ginsburg (18. september)  • Moussa Traoré (15. september)  • Diana Rigg (10. september)


Atburðir 23. október

Vissir þú...

Diana Rigg
  • … að randirnar tvær á fána Brúnei tákna tvo helstu ráðgjafa soldánsins?
  • … að Eugenia Charles, forsætisráðherra Dóminíku frá 1980 til 1995, á met fyrir lengstu samfelldu embættistíð kvenforsætisráðherra á heimsvísu?
  • … að Diana Rigg (sjá mynd), aðalleikonan í sjónvarpsþáttunum Skelegg skötuhjú (e. The Avengers) á sjöunda áratugnum, þénaði minna en myndatökumaðurinn á hlutverki sínu í þáttunum?
Efnisyfirlit